

Rafmagn - verkefni 4
Þegar við hugsum um rafmagn þá dettur okkur fyrst í hug innstungur, ljós og raftæki. Þegar við skoðuðum þetta nánar þá áttuðum við okkur á því að stöðurafmagn er eitthvað sem er í okkar daglega lífi, t.d. tölum við oft um það að fötin sem við erum í séu rafmögnuð, hárið okkar verður oft rafmagnað o.s.frv.
Rafhleðslur skiptast í mínushleðslur og plúshleðslur. Mínushleðslur geta færst á milli hluta t.d. þegar blöðru er nuddað við ull þá fara mínushleðslurnar úr ullinni yfir í blöðruna. Rafhleðslurnar eru því færanlegar undir réttum skilyrðum. Fráhrindikraftar verka á milli hluta sem hafa sömu hleðslurnar.
- og - = Fráhrindikraftur
+ og + = Fráhrindikraftur
- og + = Aðdráttarkraftur
+ og - = Aðdráttarkraftur
Hættur á bak við þessa vinnu s.s. blöðru nuddaða með ull er engin, nema sú að blaðran getur sprungið. Stöðurafmagn getur þó verið hættulegt, eldingar falla undir stöðurafmagn (e. Static electricity) og getur verið lífshættulegt að fá þær í sig. Því er nauðsynlegt að kynna börnum fyrir hættunum á bakvið rafmagn þegar er unnið með það. Innstungur eiga að vera barnvænar og eiga ekki að leiða rafmagn í litla putta, en það getur þó alltaf klikkað og því gott að hafa varann á.
Hér má sjá unnar myndir sem sýna rafmagn á einn eða annan skapandi hátt.