
Verkefni 2-4 / Vísinda-og listasmiðja


Guðrún Bára Magnúsdóttir
Guðrún Bára Magnúsdóttir er 22 ára og kemur frá Vestmannaeyjum. Hún er nemi í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Hún býr með kærastanum sínum, Arnari Smára 25 ára og dóttur þeirra Oktavíu Dröfn 1 árs. Hún starfar ekki á leikskóla eins og stendur en vann á leikskólanum Hofi í Reykjavík þegar hún bjó þar áður en hún flutti til Vestmannaeyja í fæðingarorlofinu. Hún æfir og spilar fótbolta með ÍBV og þess á milli sem hún lærir og æfir nýtur hún tímans með fjölskyldunni.
​
Mail: gbm11@hi.is
Berglind Guðmundsdóttir
Berglind Guðmundsdóttir er 43 ára nemi í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Hún er úr Reykjavík en er búsett í Vestmannaeyjum með Ingimari manninum sínum og tveimur börnum Guðmundi Magnúsi 15 ára og Birnu Margréti 6 ára, þar að auki á hún tvo stjúpsyni sem búa annars staðar. Berglind starfar í Víkinni 5 ára deild með námi. Áhugamál hennar eru fjölskylda, blak og ferðalög.
Mail: beg27@hi.is
Verkefni 2-4 var krefjandi og verulega áhugavert. Það byrjaði þó ekki vel þar sem að vefsíðan sem við ætluðum að nota læstist og þar með gögnin okkar i leiðinni, þurftum við því að byrja aftur frá grunni. En eftir mikla vinnu tókst það að lokum og við, höfundar síðunnar, erum ánægðar með útkomuna. Það sem kom okkur þó helst á óvart var hversu gaman var að vinna að verkefninu þar sem að við vorum að fást við afar fjölbreytt viðfangsefni. Stuttmyndin gekk vonum framar ásamt uppsetningu seinni vefsíðunnar og erum við því orðnar margs vísari í verkefnum tengdum ljósi og skugga,stöðurafmagni og hvaða hlutverki seglar gegna. Margar hugmyndir spruttu upp sem ætti að geta nýst okkur í starfi okkar sem leikskólakennarar og reynum við að miðla því áfram eftir bestu getu.
Allur fróðleikur sem við nýttum okkur í verkefni 2-4 er fenginn úr lesefni námskeiðsins.
